Fölsun

Hvernig sé ég hvort seðlar séu falsaðir?

Blessunarlega er lítið um fölsun á íslenskum krónum en þó þykir eflaust mörgum fróðlegt að vita til þess að á vef Seðlabankans má finna fróðleik um öryggisatriði í seðlum:

https://www.sedlabanki.is/fjarmalainnvidir/sedlar-og-mynt/sedlar-i-gildi/ 

Ef grunur leikur á að seðill sé falsaður er mikilvægt að tilkynna það strax til lögreglu, annaðhvort gegnum 112 eða með því að koma á lögreglustöð ef lengra er liðið síðan tekið var á móti fénu.

Besta leiðin til að sjá hvort seðill sé falsaður er að skoða hann vel og finna með fingrunum hvort áferð hans sé eðlileg. Ef ekki er hægt að bera hann að ljósi og skoða betur öryggisatriði, svosem vatnsmerki.

Evrur & dollarar – hvernig þekki ég fölsun á þeim?

Þetta er góð spurning enda er meiri hætta á að taka við fölsuðum seðli sem er erlendum en íslenskum seðli, einmitt vegna þess að við þekkjum orðið okkar seðla nokkuð vel, betur en þá erlendu. Hér er hægt að finna leiðbeiningar um hvoru tveggja:

Varðandi Evrur.

Varðandi Dollara.